Sveitarstjórnarfundur nr. 387

04.02.2019 00:00

Mánudaginn  4. febrúar 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. jan. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerðir stjórnar Skipulags- og byggingafulltr. Eyjafjarðar, dags. 27. nóv. 2018 og 29. jan. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun embættisins fyrir árið 2019 og gjaldskrárbreytingu, hækkun stöðugjalda.

3.  Erindi frá Sambandi ísl sveitarf. og Forsætisráðherra, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun,  dags. 29. jan. 2019.

            Málin rædd og stefnt að því að senda fulltrúa á kynningarfund 15. febrúar.

4.  Frumvarp til laga um breytingu á kosningaaldri í sveitarstjórnarkosningum, mál nr. 356.

            Sveitarstjórn telur að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.

5.  Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps, erindi frá Ráðrík ehf.

            Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Ráðrík ehf um gerð húsnæðisáætlunar fyrir Grýtubakkahrepp samkvæmt tilboði.

6.  Erindi frá stjórn Magna, aðstöðuhús í byggingu.

            Málin rædd og ákveðið að boða stjórn Magna og stjórn Björgunarsveitarinnar Ægis til fundar sem fyrst.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:20.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.