Sveitarstjórnarfundur nr. 386

21.01.2019 00:00

Mánudaginn  21. janúar 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 11. des. 2018 og 8. jan. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.                                  

2.  Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, dags. 27. nóv. og 11. des. 2018.

            Fundargerðir lagðar fram.

3.  Erindi frá umboðsmanni barna, „barnaþing í Hörpu í nóv. 2019“, dags. 17. jan. 2019.

            Erindi lagt fram.

4.  Erindi frá Sýslumanni Norðurl. Eystra, leyfi fyrir þorrablót, dags. 3. jan. 2019.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

5.  Boð á aðalfund Veiðifélags Fjarðarár sem haldinn verður 29. janúar 2019.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6.  Húsnæðisstuðningur v. námsmanna 15 – 17 ára 2019.

Húsnæðisstuðningur Grýtabakkahrepps vegna þessa aldurs verður áfram óbreyttur og er 50% af leigufjárhæð en samt að hámarki kr. 22.000,- á mánuði.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.