Sveitarstjórnarfundur nr. 380

22.10.2018 00:00

Mánudaginn 22. október 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Málefni persónuverndar, Þorgeir Rúnar Finnsson persónuverndarfulltrúi mætir.

            Þorgeir Rúnar kynnti þá vinnu sem er í gangi og helstu verkefni framundan.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 10. okt. 2018.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 9. okt. 2018.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grýtubakkahreppi, yfirferð.

            Siðareglur yfirfarnar og staðfestar óbreyttar.

5.  Erindisbréf nefnda Grýtubakkahrepps, yfirferð.

            Erindisbréf yfirfarinn og staðfest fyrir eftirtaldar nefndir:

Félagsmála- og jafnréttisnefnd

Fræðslu- og æskulýðsnefnd

Bókasafnsnefnd

Erindisbréf vegna Landbúnaðar- og umhverfisnefndar vísað til frekari vinnslu.

6.  Auglýsing Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um umsóknir um byggðakvóta, dags. 2. okt. 2018.

            Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir hönd sveitarfélagsins.                                  

7.  Erindi frá stjórn Eyþings, viðauki við framlög 2018-2019, dags. 16. okt. 2018.

Sveitarstjórn samþykkir erindi Eyþings, dags. 16.okt. 2018 enda rúmast það innan fjárhagsáætlunnar Grýtubakkahrepps.

8.  Erindi frá sýslumanni, umsókn um rekstrarleyfi fyrir Velli Grenivík ehf., dags. 9. okt. 2018.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

9.  Erindi frá HSÞ, endurnýjun rekstrarsamnings, dags. 19. okt. 2018.

            Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu til næsta fundar.

10.  Erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 15. okt. 2018.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja samtökin um kr. 40.000,- á árinu 2019, fer inn í fjárhagsáætlun.

11.  Skýrsla um starf Flugklasans Air 66N, dags. 10. okt 2018.

            Skýrsla lögð fram.                                  

12.  Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, fyrri umræða, framhald.

            Farið yfir gjaldskrár og álagningarprósentur.  Fyrri umræðu lokið.          

           

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 20:35

Margrét Melstað ritaði fundargerð.