Sveitarstjórnarfundur nr. 378

24.09.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 378

Mánudaginn 24. september 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra heimsóttu Leikskólann Krummafót, Íþróttamiðstöðina, Grenivíkurskóla, Áhaldahúsið og Grenilund fyrir fund.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2018.

            Lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 12. sept. 2018.

            Lögð fram.           

3.  Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, dags. 5. sept 2018 og skipun stjórnarmanns.

            Fundargerð lögð fram.

Sveitarstjóri er stjórnarmaður fyrir Grýtubakkahrepp.           

4.  Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dag. 14. ágúst 2018.

            Lögð fram.                                              

5.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 22. ágúst 2018.

            Lögð fram.           

6.  Fundargerð Stjórnar Norðurorku, dags. 11. sept. 2018.

            Lögð fram.

7.  Niðurstöður verðkönnunar um þjónustu við losun rotþróa.

Eftir verðkönnun var Verkval ehf með lægsta verð og er sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Verkval ehf.           

8.  Erindi frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, dags. 7. sept. 2018.

            Lagt fram.                                              

9.  Boð á aðalfund Sæness ehf. sem haldinn verður 26. sept 2018.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.           

10.  Boð á aðalfund Teru ehf. sem haldinn verður 26. sept 2018.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

11.  Skipulagsmál, breyting/endurskoðun aðalskipulags vegna ferðaþjónustu ofl.

Farið yfir stöðu við endurskoðun aðalskipulags, Árni Ólafsson skipulagsfræðingur er að vinna að skipulagslýsingu.

Sveitarstjórn  samþykkir að innleysa land á norðvestanverðum Þengilhöfða úr erfðafestuleigu og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við leiguhafa.          

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45

Margrét Melstað ritaði fundargerð.