Sveitarstjórnarfundur nr. 377

03.09.2018 00:00

Mánudaginn 3. september 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 28. ágúst 2018.

            Lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 21. ágúst 2018.

            Lögð fram.

3.  Erindi frá menntamálaráðherra og skýrsla er varðar aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

            Erindinu vísað áfram til Fræðslu- og æskulýðsnefndar til úrvinnslu.           

4.  Erindi frá Eyþing, samráðsfundur 7. september.

            Sveitarstjóri mætir á fundinn sem fulltrúi Grýtubakkahrepps.                                              

5.  Erindi frá Eyþing, kynning á tillögu um fjölgun stjórnarmanna.

            Tillagan lögð fram til kynningar.           

6.  Erindi frá PharmArctica, um stöðuleyfi fyrir tvo 20 ft. gáma, dags. 28. ágúst 2018.

Sveitarstjórn samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir tvo 20 feta gáma, enda verði frágangur til fyrirmyndar.

7.  Erindi frá Sóknarnefnd, varðar stækkun kirkjugarðs í Laufási, dags. 26. ágúst 2018.

            Erindið lagt fram til kynningar.           

8.  Erindi frá Völlum ehf., varðar uppsetningu gistihúsa, dags. 29. ágúst 2018.

            Erindið lagt fram til kynningar.                                              

9.  Erindi frá Sigurði Gauta Benediktssyni, v. geymsluskúrs, dags. 27. ágúst 2018.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.           

10.  Erindi frá skólastjóra Grenivíkurskóla, v. hádegisgæslu nemenda, dags. 14. ágúst 2018.

            Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 60.000,- vegna hádegisgæslu veturinn 2018-2019. Upphæðin er innan fjárhagsáætlunar.

11.  Erindi frá Skipulagsstofnun, skipulagsdagurinn 2018, haldinn 20. september 2018.

            Erindið lagt fram.           

12.  Boð á aðalfund Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., haldinn 5. september 2018.

            Sveitarstjóri mætir á fundinn sem fulltrúi Grýtubakkahrepps.

Oddviti leitar afbrigða til að taka lið 13 á dagskrá.

Afbrigði samþykkt.

13. Notkunarreglur fyrir Gljúfurárrétt.

            Lögð fram tillaga að notkunarreglum fyrir Gljúfurárrétt, sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

                                           

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.