Sveitarstjórnarfundur nr. 375

02.07.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 375

Mánudaginn 2. júlí 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir nema Haraldur Níelsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 5. júní.2018.

            Lögð fram.                                  

2.  Erindi frá KPMG, fræðslufundir fyrir sveitarstjórnarfólk.

            Erindi lagt fram.

3.  Erindi frá Jafnréttisstofu, skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum.

            Erindi lagt fram og ákveðið að yfirfara jafnréttisáætlun Grýtubakkahrepps.

4.  Skipun í nefndir og stjórnir á vegum Grýtubakkahrepps.          

     Félagsmála- og jafnréttisnefnd:  Heiða Björk Pétursdóttir, Fjóla V Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson og til vara: Sigrún Björnsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.

     Fræðslu- og æskulýðsnefnd:  Margrét Ösp Stefánsdóttir, Auður Adda Halldórsdóttir, Þórunn Lúthersdóttir, Gunnar B Pálsson, Haraldur Níelsson og til vara: Elín Jakobsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir og Hinrik Hauksson.

     Fulltrúi í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar:  Ásta F. Flosadóttir og til vara Margrét Melstað.

     Bókasafnsnefnd:  Inga María Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Björg Haraldsdóttir, Þórunn Lúthersdóttir og til vara Guðni Sigþórsson og Hafsteinn Sigfússon.

     Fulltrúi í bygginganefnd Eyjafjarðar:  Gunnar B Pálsson og til vara Benedikt Sveinsson.

     Landbúnaðar- og umhverfisnefnd:  Þórarinn Ingi Pétursson, Guðjón Þórsteinsson, Stefanie Lohmann, Hildur Þorsteinsdóttir, Hermann Gunnar Jónsson og til vara Gísli Gunnar Oddgeirsson, Anna Bára Bergvinsdóttir og Ásta F Flosadóttir.

     Kjörstjórn:  Guðrún Kristjánsdóttir, Þorsteinn Þormóðsson, Jón Helgi Pétursson og til vara Jenný Jóakimsdóttir og Viðar Júlíusson.

     Fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:  Þröstur Friðfinnsson og Margrét Melstað.

     Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:  Fjóla V Stefánsdóttir.

     Áheyrnarfulltrúi í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:  Þröstur Friðfinnsson.

     Varamaður/aðalmaður fyrir Grýtubakkahrepp og Svalbarðsstrandarhrepp í stjórn

     Minjasafnsins á Akureyri:  Guðrún Kristjánsdóttir.

     Stjórn Útgerðarminjasafnsins á Grenivík:  Björn Ingólfsson (til vara: Fjóla Stefánsdóttir), Margrét Jóhannsdóttir (til vara: Ásta Ísaksdóttir) og Guðný Sverrisdóttir (til vara: Jóhann Ingólfsson).                      

5.  Skólaakstur.

            Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Önnu Báru Bergvinsdóttur.

6.  Gatnagerðargjöld, umræða.

            Sveitarstjórn samþykkir að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld á óbyggðum lóðum við tilbúnar götur á Grenivík. Samþykkt þessi gildir út árið 2020, þ.e. miðað er við að byggingarframkvæmdir hefjist í síðasta lagi á árinu 2020. Samþykkt þessi tekur þegar gildi.          

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:55.

Fundargerð ritaði Margrét Melstað.