Sveitarstjórnarfundur nr. 374

18.06.2018 00:00

Mánudaginn 18. júní 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Þórarinn I. Pétursson.  Einnig sat Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Ný sveitarstjórn komin saman til fyrsta fundar og skiptir með sér verkum:

            Oddviti kjörinn;  Fjóla Valborg Stefánsdóttir

            Varaoddviti kjörinn;  Margrét Melstað

1.  Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps, dags. 15. maí, 26. maí og 6. júní 2018.

            Fundargerðir lagðar fram og staðfestar.                                  

2.  Ráðning sveitarstjóra.

            Oddvita og varaoddvita veitt umboð til að ganga frá ráðningarsamningi við Þröst Friðfinnsson.

3.  Kosning fulltrúa á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins og Haraldur Níelsson til vara.

4.  Kosning fulltrúa til aðalfunda Eyþings.

            Þröstur Friðfinnsson og Margrét Melstað sem aðalmenn.

            Fjóla V. Stefánsdóttir og Þórarinn Pétursson sem varamenn.                                  

5.  Skólaskýrsla Grenivíkurskóla 2017 - 2018.

            Lögð fram, ítarleg og vel frá gengin skýrsla sem lýsir fagmannlegu starfi.

6.  Tónlistarskóli Eyjafjarðar, áætlun fyrir haustönn 2018.

            Málið kynnt og beðið eftir meiri gögnum, afgreiðslu frestað.                                  

7.  Erindi frá Bolla P. Bollasyni, v. Þönglabakkamessu 2018.

            Erindinu hafnað.

8.  Ný löggjöf um persónuverndarmál.

            Farið yfir stöðu mála varðandi persónuverndarlögin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:50.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.