Sveitarstjórnarfundur nr. 373

04.06.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 373

 

Mánudaginn 4. júní 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, Fjóla, Haraldur, Margrét, Ásta og Sigurbjörn, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:30.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18. maí 2018..

            Fundargerðin lögð fram.

                                   

2.  Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 7. maí 2018.

            Fundargerðin lögð fram.

 

3.  Fundargerð aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 16. maí 2018.

            Fundargerðin lögð fram.

 

4.  Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 23. maí 2018.

            Fundargerðin lögð fram.

                                   

5.  Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 1. júní 2018.

            Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina, en þar segir m.a.: „Opnunartími afréttar samkvæmt Landbótaáætlun er 10. júní. Í ljósi góðra aðstæðna núna gerir Landbúnaðarnefnd það að tillögu sinni að afréttin verði opnuð 6. júní og leyfilegt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd frá 2. júní. Leyfilegt verður að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og verða þau að vera komin af afrétt í seinasta lagi 31. ágúst.”  Var áður staðfest með tölvupósti og auglýst.

 

 

6.  Boð á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem haldinn verður 21. júní 2018.

            Fundurinn verður haldinn á Grenivík.  Oddviti fer á fundinn.

                                   

7.  Erindi frá sóknarnefnd, v. sláttar á Grenivíkurkirkjugarði í sumar.

            Er verið að óska eftir aðkomu hreppsins að hirðingu kirkjugarðsins á Grenivík.  Erindið samþykkt.

 

8.  Erindi frá Magna, lokun Miðgarða á heimaleikjum í sumar.

            Samþykkt að loka Miðgörðum við skólann meðan á heimaleikjum Magna stendur í sumar. 

 

9.  Íþróttasvæði, lóð undir vallarhús Magna og Ægis.

            Borist hefur ósk um lóð undir hús Magna og Ægis.  Fyrir liggur lóðarblað útbúið af Verkís, dags. 31.5.2018.  Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.  Ef ekki berast andmæli í grenndarkynningu telst erindið samþykkt, og lóðin skal stofnast skv. uppdrætti.

 

Hluti lóðarinnar er á erfðafestuleigulandi.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um innlausn lands sem þarf undir lóðina.

 

10.  Vinnuskóli sumarið 2018.

            Laun með orlofi vegna sumarsins 2018 verða þannig:

                        Dagvinna        Yfirvinna

14 ára  kr. 735,54        kr. 1.242,38

15 ára kr. 851,90        kr. 1.438,54

16 ára kr. 1.258,49     kr. 2.125,11

Launatafla v/vinnuskólans samþykkt.

 

11.  Lóðamál við Sæland.

            Ármann Dan Árnason segir sig frá lóð nr. 8.

            Þorsteinn Jónsson segir sig frá lóð nr. 10.

            Þorsteinn Eyfjörð og Sigríður Björg biðja um lóð nr. 10 í stað lóðar nr. 6.  Erindið samþykkt.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.29

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.