Sveitarstjórnarfundur nr. 372

07.05.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 372

Mánudaginn 7. maí 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2017 lagður fram, síðari umræða.

            Lagður fram ársreikningur 2017, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

                                               Sveitarsjóður A hluti              A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                              368.970                                  483.158

Rekstrargjöld alls                               369.043                                  469.118

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)             8.804                                      2.024

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)               8.731                                    16.064

Eigið fé í árslok                                                                                 436.155  (61,4%)           

Ársreikningur samþykktur og undirritaður.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. apríl 2018.

            Fundargerðin lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 2. maí 2018.

            Fundargerðin lögð fram.       

4.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 18. apríl 2018.

            Fundargerðin lögð fram.  Í fyrsta lið er Sigurbjörn Jakobsson að sækja um byggingarleyfi vegna bílskúrs við íbúðarhús sitt við Túngötu 28.

5.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 17. apríl 2018.

            Fundargerðin lögð fram.      

6.  Erindi frá Sýslumanni, rekstrarleyfi fyrir Ártún ferðaþjónustu – minna gistiheimili, dags. 24. apríl 2018.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.                                              

7.  Erindi frá Sýslumanni, rekstrarleyfi fyrir Ártún ferðaþjónustu – gististaður með áfengisveitingum, dags. 23. apríl 2018.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

8.  Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, framlög 2018, dags. 2. maí 2018.

            Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti upphæð framlags 2018, sem er kr. 1.716,- pr. íbúa.  Framlagið er á fjárhagsáætlun.

9.  Erindi frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, dags. 2. maí 2018.

            Erindið lagt fram.

10.  Erindi frá IOGT, varðar útsölustaði áfengis, dags. 2. maí 2018.

            Erindið lagt fram.

11.  Erindi frá Hróknum, skákfélagi, dags. 12. apríl 2018.

            StyrkbeiðniErindinu hafnað.

12.  Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, sem verður haldinn 31. maí 2018.

            Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

13.  Boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf., sem verður haldinn 11. maí 2018.

            Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

14.  Kjörskrá Grýtubakkahrepps, við sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

            Sveitarstjóra og oddvita falið að yfirfara, árita og leggja fram kjörskrá, þegar hún hefur borist.

15.  Ný löggjöf um persónuvernd.

            Samvinna er við Svalbarðsstrandarhrepp, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit við innleiðingu löggjafarinnar.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram á þeim grundvelli, m.a. er stefnt að ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa.

16.  Ferðaþjónusta í Grýtubakkahreppi, samstarfsaðilar.

            Sveitarstjórn auglýsti eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi.  Frestur til að skila inn umsóknum rann út 4.maí.  Samþykkt að boða þá aðila sem um sóttu til funda.  Sveitarstjóra falið að skipuleggja fundina.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:11

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.