Sveitarstjórnarfundur nr. 371

24.04.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 371

Þriðjudaginn 24. apríl 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Sigurbjörn Þór fjarverandi, Þórarinn Ingi Pétursson mættur í hans stað.  Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2017 lagður fram, fyrri umræða.

            Einnig var endurskoðunarskýrsla lögð fram.  Fyrri umræðu lokið.                                  

2.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 6. febrúar 2018.

            Lögð fram.

3.  Greinargerð skólastjóra leik- og grunnskóla um hagræðingarmöguleika í rekstri.

            Lögð fram.

4.  Fiskeldisstefna Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og fundur 27. apríl 2018.

            Lögð fram.  Fundinum hefur verið frestað til hausts.                                  

5.  Boð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga sem haldinn verður 27. apríl 2018.

            Samþykkt að Fjóla fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6.  Erindi frá Vistbyggðarráði, Vistbyggðardagurinn 26. apríl 2018.

            Lagt fram.                                  

7.  Erindi frá Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnsla úr lífrænum hráefnum.

            Lagt fram.

8.  Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

            Sveitarstjórn vísar til ályktunar Grýtubakkahrepps síðan 29.maí 2017.

9.  Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

            Lagt fram.

10.  Erindi frá Þorsteini Eyfjörð Jónssyni, v. lóðarúthlutunar, dags. 16. apríl 2018.

            Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Fleira var ekki tekið fyrir.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.