Sveitarstjórnarfundur nr. 370

09.04.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 370

Mánudaginn 9. apríl 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 23. mars 2018.

            Fundargerðin lögð fram.                                  

2.  Frumvarp um stjórn fiskveiða, strandveiðar.

            Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps leggst gegn því að hætt verði að skipta strandveiðikvóta milli svæða svo sem verið hefur.  Hætt er við að það geti leitt af sér tilfærslu afla sem vinnur gegn upphaflegu markmiði laganna um að styrkja byggðir um landið allt. 

3.  Ályktun ungmennaráðs UMFÍ frá ráðstefnu dags. 21.-23. mars 2018.

            Lagt fram.           

4.  Erindi frá Búfesti hsf., dags. 21. mars 2018.

            Lagt fram.                                  

5.  Erindi frá Hákoni Fannari Ellertssyni vegna líkamsræktar, dags. 13. mars 2018.

            Sveitarstjórn þakkar Hákoni ábendingarnar.  Erindið er ágætt innlegg í umræðuna um framkvæmdir í sveitarfélaginu.

6.  Erindi frá grunnskólakennurum vegna kjaramála, dags. 13. mars 2018.

            Lagt fram.                                  

7.  Ægissíða, undirbúningur að deiliskipulagi.

            Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu að deiliskipulagi á reit við Ægissíðu.

8.  Gjaldskrármál, byggingaréttargjald, síðari umræða.

            Sveitarstjórn staðfestir byggingarréttargjald á lóðir við Sæland og Ægissíðu, sbr. fyrri umræðu á síðasta fundi.  Gjaldið er krónutölugjald og tekur ekki verðlagsbreytingum.  Gjaldið greiðist innan eins mánaðar frá undirritun lóðarleigusamnings.  Verði ekki af byggingaframkvæmdum og lóð falli aftur til sveitarfélagsins, endurgreiðir sveitarfélagið gjaldið, án vaxta og verðbóta.

Síðari umræðu lokið.

9.  Umsóknir um lóðir.

            Samþykkt að úthluta eftirtöldum lóðum við Sæland:

Lóð nr. 6:  Þorsteinn Friðriksson og Sigríður Haraldsdóttir

Lóð nr. 8:  Ármann Dan Árnason

Lóð nr. 10:  Þorsteinn Eyfjörð Jónsson.

Haraldur vék af fundi undir þessum lið.

 

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi undir lið nr. 10, afbrigði samþykkt.

10.  Erindi frá Sigurbirni Þór Jakobssyni, umsókn um leyfi fyrir byggingu bílskúrs, dags. 9. apríl 2018.  Sigurbjörn vék af fundi undir þessum lið.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, sveitarstjóra falið að grendarkynna framkvæmdina og leyta samþykkis nágranna.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:50.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.