Sveitarstjórnarfundur nr. 369

26.03.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 369

Mánudaginn 26. mars 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Sunnuhlíð, skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi.

            Skipulagslýsingin staðfest og fer í kynningarferli.

2.  Ferðaþjónusta í Grýtubakkahreppi.

            Ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðila um þyrluskíðun og tengda ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi.

3.  Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkúthlutun, „Þar sem vegurinn endar“.

            Grýtubakkahreppur fékk úthlutaðar 27 milljónir króna í verkefnið.  Sveitarstjórn fagnar styrkúthlutuninni.  Sveitarfélagið mun sjá um framkvæmdina.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. 

4.  Lóðir við Sæland.

            Gjaldskrárbreytingar:  Ákveðið að setja á „byggingarréttargjald“ til viðbótar hefðbundnum gatnagerðargjöldum á lóðir nr. 6, 8 og 10 við Sæland og á tvær lóðir við Ægissíðu.  Byggingarréttargjaldið verði 2 milljónir króna á hverja lóð við Sæland og 1 milljón króna á hvora lóð við Ægissíðu.
Fyrri umræðu lokið.

5.  Boð á aðalfund Hafnasamlags Norðurlands sem verður haldinn 16. maí 2018.

            Lagt fram.  Sveitartjóri fer á fundinn.

6.  Boð á aðalfund Gásakaupstaðar ses., sem verður haldinn 5. apríl 2018.

            Lagt fram.

7.  Boð á Ársfund Norðurorku sem verður haldinn 6. apríl 2018.

            Lagt fram.

8.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 22. mars 2018

            Lögð fram.

9.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 21. mars 2018.

            Lögð fram.

10.  Fundargerðir heilbrigðisnefndar, dags. 8.12.2017, 5.2.2018 og 14.3.2018.

            Lagðar fram.

11.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 19. mars 2018.

            Lögð fram.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:45

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.