Sveitarstjórnarfundur nr. 366

05.02.2018 00:00

Mánudaginn 5. febrúar 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Sigurbjörn Þór var fjarverandi, í hans stað mætti Þórarinn Ingi Pétursson.  Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. jan. 2018.

            Fundargerðin lögð fram.

2.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 12. des. 2017.

            Fundargerðin lögð fram.  Samþykkt að óska eftir greinargerð frá skólastjórum leik- og grunnskóla um möguleika á samstarfi og hagræðingu í rekstri stofnanna.

3.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, málefni Lsj. Brúar, dags. 1. feb. 2018.

            Lagt fram.

4.  Erindi frá Skipulagsstofnun, v. tillögu að matsáætlun fyrir fiskeldi AkvaFuture.

            Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við burðarþolsmat Eyjafjarðar verði lokið svo fljótt sem kostur er, enda frumforsenda fyrir öllum eldisáformum að það liggi fyrir.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn til Skipulagsstofnunar, um tillögu að matsáætlun.

5.  Laun sveitarstjórnar.

            Ákveðið að færa prósentuhlutföll aftur til þess horfs sem var ákveðið í byrjun árs 2015.  Miðað er við hlutfall af þingfararkaupi.

Oddviti 10% fast og 2% fyrir hvern fund
Aðrir aðalfulltrúar 5% fast og 2% fyrir hvern fund
Varafulltrúar 3% fyrir hvern fund
Formenn nefnda 1,5% fyrir hvern fund
Ritari nefndar 1,25% fyrir hvern fund
Aðrir nefndarmenn 1% fyrir hvern fund

Launataflan gildir frá 1. janúar 2018.

6.  Atvinnu- og húsnæðismál í Grýtubakkahreppi, umræða.

            Rætt um atvinnu- og húsnæðismál, vítt og breitt.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.50.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.