Sveitarstjórnarfundur nr. 350

24.04.2017 00:00

Mánudaginn 24. apríl 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar allir mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

1.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2016 lagður fram, fyrri umræða.

            Endurskoðunarskýrsla frá KPMG lögð fram með ársreikningi.  Fyrri umræðu lokið.

           

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 31. mars 2017.

            Fundargerðin lögð fram.

 

3.  Erindi frá UMFÍ, ályktun ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði“ sem haldin var 5.-7. apríl 2017.

            Erindið lagt fram.

           

4.  Erindi frá Gjögri hf., leyfi fyrir geymslugámum, dags. 21. apríl 2017.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

5.  Skipulagsmál.

a) Sveitarstjórn samþykkir að fara í endurskoðun aðalskipulags Grýtubakkahrepps með tilliti til breytinga á landnotkun.

b)  Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi í Sunnuhlíð.

 

6.  Húsnæðismál.

Rætt um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.  20.10

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.