Sveitarstjórnarfundur nr. 349

11.04.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 349

Þriðjudaginn 11. apríl 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar allir mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2016, endurskoðandi mætir á fundinn.

            Arnar Árnason endurskoðandi frá KPMG fór yfir ársreikning hreppsins.

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. mars 2017.

            Lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. mars 2017.

            Lögð fram.

4.  Boð á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem verður haldinn 4. maí 2017.

            Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

5.  Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dags. 27. mars 2017, varðar úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði.

            Sveitarstjórn styður að úttektin verði gerð.

6.  Erindi frá Flugklasanum Air 66N, dags. 29. mars 2017, ósk um framlög 2018-2019.

            Afgreiðslu frestað.

7.  Samningur við Umhuga ehf. um hluta af heimaþjónustu hreppsins, dags. 6. apríl 2017.

            Samningurinn staðfestur.

8.  Erindi frá Björgunarsveitinni Ægi dags. 6. apríl 2017, ósk um tilnefningu í undirbúningsnefnd fyrir húsbyggingu.

            Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.00.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.