Sveitarstjórnarfundur nr. 339

14.11.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 339

 

Mánudaginn 14 nóvember 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru aðalfulltrúar nema Haraldur sem var fjarverandi, Þórarinn Ingi Pétursson mættur í hans stað. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. okt. 2016.

            Lögð fram.

                                   

2.  Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 23. sept. 2016.

            Lögð fram.

           

3.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 26. okt. 2016.

            Lögð fram.

           

4.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Nl.e., dags. 15. sept. 2016, og fjárhagsáætlun 2017.

            Lögð fram og fjárhagsáætlun staðfest.

           

5.  Fundargerðir Kjörnefndar, dags. 24. okt. 2016 og 29. okt. 2016.

            Lagðar fram.

           

6.  Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar, dags. 20. okt. 2016.

            Lögð fram.

           

7.  Erindi frá Stígamótum, fjárbeiðni v. 2017, dags. 10. okt. 2016.

            Erindinu hafnað, en Grýtubakkahreppur styrkir Aflið, systursamtök Stígamóta á Norðurlandi.

           

8.  Byggðakvóti 2016/2017, sbr. bréf frá Atvinnuvega- og nýskögunarráðuneyti, dags. 31. okt. 2016.

            Grýtubakkahreppur fékk úthlutuðum 15 þorskígildistonnum.  Ákveðið að fela Fiskistofu að úthluta kvótanum skv. almennum reglum.

           

9.  Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila, Sjúkratryggingar Íslands, dags. 24. okt. 2016.

            Sveitarstjórn staðfestir aðild Grenilundar að umræddum rammasamningi.

           

10.  Erindi frá flugklasanum Air 66N, dags. 8.11.2016, fundarboð á fund um flugmál 22. nóv. 2016.

            Lagt fram.  Sveitarstjóri sækir fundinn.

           

11.  Boð á Haustfund AFE þann 22. nóv. 2016.

            Lagt fram.  Sveitarstjóri sækir fundinn.

 

12.  Erindi frá Valgerði Sverrisdóttur og Arvid Kro, v. lóðar að Lómatjörn, dags. 27. okt. 2016.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

           

13.  Erindi frá Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Eyvindsdóttur, v. lóðar að Grýtubakka 1, dags. 24. okt. 2016.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

           

14.  Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, síðari umræða.

            Farið yfir rekstartölur og fjárhagsáætlun næsta árs.  Síðari umræðu frestað.

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21.45

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.