Sveitarstjórnarfundur nr. 338

24.10.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 338

 

Mánudaginn 24. október 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 7. sept. 2016 og 22. sept. 2016.

            Fundargerðirnar lagðar fram.

                       

2.  Kjörskrá í Grýtubakkahreppi vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

            Kjörskrá var yfirfarin, árituð og lögð fram 14. október 2016.  Sveitarstjóra áður falið í töluvpósti, að yfirfara kjörskrána.

 

3.  Bréf frá Innanríkisráðuneyti, um efni og form viðauka við fjárhagsáætlanir, dags. 3. okt. 2016.

            Lagt fram.

 

4.  Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistirekstur frá Grenó ehf., dags. 11. okt. 2016.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

5.  Erindi frá Kristni Skúlasyni, v. byggingar á aðstöðuhúsi við Sunnuhvol, dags. 19. okt. 2016.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

6.  Erindi frá Greiðri leið ehf., hlutafjáraukning 2016, dags. 5. október 2016.

            Samþykkt að auka hlutafé um 26.272 kr.

 

7.  Erindi frá Snorraverkefninu vegna 2017, dags. 6. okt. 2016.

            Erindinu hafnað að svo stöddu.

 

8.  Erindi frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar, sýning og bók, dags. 17. okt. 2016.

            Listaverkasafn Valtýs Péturssonar færir Grýtubakkahreppi að gjöf nýútkomna bók um list og ævi Valtýs.  Þá hefur Grýtubakkahreppur fengið að gjöf 10 listaverk eftir Valtý.  Grýtubakkahreppur þakkar gjafirnar heilshugar.

 

9.  Erindi, umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, dags. 14. okt. 2016.

            Erindið samþykkt.

 

10.  Skipulagsmál, umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

            Sveitarstjóra falið að vinna umsóknirnar áfram.

 

11.  Rjúpnaveiðimál, samningar og skipulag.

            Sveitarstjóri  gerði grein fyrir umræðufundi sem haldinn var um rjúpnaveiði í Grenivíkursfjalli.  Ákveðið að gera engar breytingar á aðgengi í Grenivíkurfjalli að svo stöddu, en veiðimönnum bent á að fara að settum reglum og stunda hóflega veiði. 
Staðfestur samningur um leigu á Hvammslandi til rjúpnaveiða. 

 

12.  Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða.

             Fyrri umræðu lokið.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21.00.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.