Sveitarstjórnarfundur nr. 336

19.09.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 336

Mánudaginn 19. september 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 2. sept. 2016.

Fundargerðin lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. sept. 2016.

Fundargerðin lögð fram.

3.  Boð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 23. sept. 2016.

Lagt fram, sveitarstjóri fer með umboð Grýtubakkarhrepps á fundinum.

4.  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, dags. 17. ágúst 2016.

Fundargerðin lögð fram.

5.  Ályktanir frá fundi Félags stjórnenda leikskóla, dags. 24. ágúst 2016.

Ályktanirnar lagðar fram.

6.  Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, leigusamningur og nýbygging.

Samningur dags. 31. júlí 2016 staðfestur, samþykkt að taka þátt í nýbyggingu, sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

7.  Sænes ehf., boð á aðalfund sem haldinn verður 28. sept. 2016.

Lagt fram.  Samþykkt að oddviti fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

8.  Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Eyjafjarðar.

Farið yfir stöðu málsins, sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

9.  Fjármál sveitarfélagsins, staða 2016 og fjárhagsáætlun 2017 - 2020.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjármála.  Rætt um fjárhagsáætlun og fjárfestingar.


Oddviti leitar afbrigða til að taka lið 10. á dagskrá.

Afbrigði samþykkt.

10.  Erindi frá Grenó ehf., leyfi til viðbyggingar að Miðgörðum 2.

Ingólfur Kr. Ásgeirsson f.h. Grenó ehf. óskar eftir leyfi til að reisa aðstöðuhús við Hamraborg.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.30
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.