Sveitarstjórnarfundur nr. 335

05.09.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 335

Mánudaginn 5. september 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Trúnaðarmál.

Bókað í trúnaðarbók.

2.  Fundargerðir Eyþings nr. 281, 282, 283, og 284.

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, minnisblað um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar, dags. 23. ágúst 2016.

Minnisblaðið lagt fram.

4.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, ráðstefna um byggðamál 14. – 15. sept. 2016.

Lagt fram.

5.  Erindi frá Skipulagsstofnun, skipulagsdagurinn sem verður haldinn 15. sept. 2016.

Lagt fram.

6.  Erindi frá Ferðamálastofu, ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu 6. – 8. október 2016.

Lagt fram.

7.  Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, málþing haldin 13. og 15. sept. 2016.

Lagt fram.

8.  Erindi frá Sýslumanni Norðurlands eystra, tilnefning í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar, dags. 19. júlí 2016.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps veitir stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fullt umboð til að tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins. 

9.  Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, varðandi söngnám, dags. 18. ágúst 2016.

Erindinu hafnað.

10.  Erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands, varðandi ábyrgð vegna smíði hafnsögubáts, dags. 30. ágúst 2016.

Erindinu frestað þar sem upplýsingar um erindið eru ófullnægjandi.

11.  Leiga rjúpnalands í Hvammi.

Rætt um fyrirkomulag útleigu landsins til rjúpnaveiða.

12.  Rekstur og fjárhagur Grýtubakkahrepps 2016.

Sveitarstjóri fór yfir stöðuna.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.55
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.