Sveitarstjórnarfundur nr. 333

27.06.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 333

Mánudaginn 27. júní 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru aðalfulltrúar aðrir en Sigurbjörn Þór Jakobsson, Þórarinn Ingi Pétursson var mættur i hans stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 2. júní 2016.

Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 20. apríl og 11. maí 2016.

Fundargerðir lagðar fram.

3.  Fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf., dags. 10. maí 2016.

Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerðir skólanefndar Tónlistarsk. Eyjafjarðar, dags. 14. apríl og 4. maí 2016.

Fundargerðir lagðar fram.

5.  Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 4. júní 2016.

Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 9. júní 2016.

Fundargerð lögð fram.  Skólastjóra er heimilað að auglýsa eftir náms- og starfsráðgjafa í hlutastarf.

7.  Erindi frá Ferðamálastofu, samstarf um mat og kortlagningu staða, dags. 23. júní 2016.

Sveitarstjórn samþykkir að halda samstarfi áfram, sveitarstjóri verði tengiliður.

8.  Erindi/ályktanir frá Ferðamálasamtökum Nl. eystra og Markaðsstofu Norðurlands, dags. 3. júní 2016.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áskoranir ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Markaðsstofu Norðurlands til ríkisstjórnar og Alþingis um að tryggja fjármuni til að ljúka Dettifossvegi og ljúka flutningi efnis úr Vaðlaheiðargöngum í flughlað Akureyrarflugvallar.

9.  Erindi frá Gauta Val Haukssyni, v. svæðis undir braut fyrir torfæruhjól, dags. 17. maí 2016.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að því að finna hentugt svæði með vélhjólamönnum.

10.  Erindi frá Grifflu bókaforlagi, vegna Íslendingasagna á rafrænu formi, dags. 13. júní 2016.

Erindinu hafnað.

11.  Erindi frá Hafsteini Sigfússyni, vegna húsbyggingar, dags. 27. maí 2016, framhald.

Sveitarstjórn staðfestir nýjan lóðaruppdrátt skv. framlögðu hnitsettu mæliblaði dags. 13. júní 2016.  Einnig samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti byggingu húss skv. framlögðum gögnum, enda verði það ekki fjær íbúðarhúsi en 2 metra og rúmist innan lóðar skv. meðf. mæliblaði sbr. að framan.

12.  Akstur skólabarna við Grenivíkurskóla, samningur við Önnu Báru Bergvinsdóttur dags. 3. júní 2016.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn sem er til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár.

13.  Bygging fjárréttar fyrir Grýtubakkahrepp.

Sveitarstjórn staðfestir samning um stöðuleyfi fyrir fjárrétt á Gljúfuráreyrum dags. 27. júní 2016, milli landeigenda og sveitarfélagsins.

14.  Jafnréttisáætlun Grýtubakkahrepps 2016 – 2020.

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.


Fleira var ekki tekið fyrir.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18.44.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.