Sveitarstjórnarfundur nr. 330

09.05.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 330

Mánudaginn 9. maí 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru mættir nema Ásta F. Flosadóttir sem var fjarverandi, Margrét Ösp Stefánsdóttir sat fundinn í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarf., dags. 29. apríl 2016.

Lögð fram.

2.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 20. apríl 2016.

Lögð fram. Í fyrsta lið fundargerðar fær Stefán Rúnar Sævarsson, Syðri Grund 2, Grýtubakkahrepp, leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Syðri-Grund 2.

3.  Boð á aðalfund Greiðrar Leiðar ehf. sem haldinn verður 10. maí 2016.

Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

4.  Boð á aðalfund Flokkunar Eyjafjarðar ehf. sem haldinn verður 17. maí 2016.

Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

5.  Boð á aðalfund Tækifæris hf. sem haldinn verður 17. maí 2016.

Lagt fram.

6.  Boð á aðalfund Veiðifélags Fjarðarár sem haldinn verður 12. maí 2016.

Lagt fram, oddviti fer með umboð hreppsins á fundinum.

7.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 3. maí 2016, landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu, skipun tengiliðs.

Tilnefnum sveitarstjóra sem tengilið okkar.

8.  Erindi frá Jafnréttisstofu dags. 28. apríl 2016, verkefni gegn ofbeldi.

Erindinu tekið jákvætt og sveitarstjóra falið að svara erindinu.

9.  Erindi frá UMFÍ, dags. 18. apríl 2016, „Hreyfivika UMFÍ 23. – 29. maí“.

Lagt fram.

10.  Erindi frá Bergmönnum, dags. 29. apríl 2016, boð um aðstoð við hreinsun á fjörum.

Erindinu tekið jákvætt og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

11.  Erindi frá útiskóla 6. og 7. bekkjar, dags. 28. apríl 2016, „græna trektin“.

Sveitarstjórn fagnar erindi 6.og 7.bekkjar um grænu trektina og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

12.  Erindi frá Bolla P. Bollasyni, dags. 26. apríl 2016, v. Þönglabakkamessu.

Felum sveitarstjóra að fara betur yfir erindið með Bolla og vinna málið áfram.

13.  Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarbók.

14.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2015 lagður fram til fyrri umræðu.

Endurskoðunarskýrsla frá KPMG lögð fram með ársreikningi og fyrri umræðu lokið.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.00.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.