Sveitarstjórnarfundur nr. 329

25.04.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 329

Mánudaginn 25. apríl 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru mættir nema Margrét Melstað sem var fjarverandi, Margrét Ösp Stefánsdóttir sat fundinn í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Nle, dags. 6. apríl 2016.

Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits á landsvísu.

2.  Fundargerðir landbúnaðarnefndar, dags. 27. jan. og 18. feb. 2016.

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.  Boð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga sem haldinn verður 28. apríl 2016.

Samþykkt að Sigurbjörn Jakobsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

4.  Erindi frá Jónínu F. Jóhannesdóttur og Ingva Þór Björnssyni, v. leyfis fyrir gestahúsi að Grýtubakka 3, dags. 20. apríl 2016.

Sveitarstjórn veitir leyfi fyrir húsinu fyrir sitt leyti.

5.  Framhald skólaaksturs við Grenivíkurskóla.

Samningur varðandi skólaakstur er að renna út nú í vor.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.  Íbúafundur 2016.

Íbúafundur verður þann 28.apríl kl. 20.  Sveitarstjóri vinnur að undirbúningi fundarins og útvegar fyrirlesara.

7.  Fjárhagur og rekstur Grýtubakkahrepps.

Farið yfir forsendur ársreiknings og stöðu málaflokka fyrir rekstrarárið 2015.Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.15

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.