Sveitarstjórnarfundur nr. 323

18.01.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 323

Mánudaginn 18. janúar 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Málefni Sæness ehf.  Framkvæmdastjóri Sæness kemur á fundinn og fer yfir málefni félagsins.

Jóhann Ingólfsson framkvæmdastjóri fór yfir sögu félagsins, þær fjárfestingar sem Sænes hefur gert og stöðu félagsins í dag.

2.  Bréf frá Fjármálaeftirlitinu dags. 11. jan. 2016, mat á hæfi Sæness/ Grýtubakkahrepps til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga.

Lagt fram.

3.  Erindi frá Eyjafjarðarsveit dags. 30. des. 2015, uppsögn á samningi um rekstur embættis Byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

Tilkynning Eyjafjarðarsveitar dags. 30. des. 2015 um uppsögn samningsins er móttekin.  Sveitarstjórn staðfestir svar oddvita og sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps skv. bréfi dags. 11.janúar 2016.

4.  Erindi frá Jónasi Baldurssyni og fl. dags. 11. jan. 2016, stækkun lóðar að Grýtubakka 3.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.25

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.