Sveitarstjórnarfundur nr. 322

04.01.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 322

Mánudaginn 4. janúar 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dags. 9. des. 2015, v. framl. samnings.  Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands mætir á fundinn.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi Markaðsstofu Norðurlands og helstu verkefni sem verið er að vinna að.

2.  Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. nóv.  og 11. des. 2015.

Lagðar fram.

3.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 8. des. 2015.

Lögð fram.

4.  Fundargerðir byggingarnefndar, dags. 16. des. 2015.

Lagðar fram.

5.  Erindi frá Sýslumanninum á Nl. Eystra, dags. 16. des. 2015, varðar Legatsjóð Jóns Sigurðssonar.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

6.  Boð um ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi, 31. maí til 3. júní 2016.

Lagt fram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.  20.15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.