Sveitarstjórnarfundur nr. 319

18.11.2015 00:00


Sveitarstjórnarfundur nr. 319

Miðvikudaginn 18. nóvember 2015, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir funda stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, dags. 11. sept. og 30. okt. 2015.

Lagðar fram.

2.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 20. maí 2015.

Lögð fram.  Í þriðja lið er nefndin að varpa þeirri hugmynd til sveitarstjórnar að fá tilboð í málningu fyrir húseigendur í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórn tekur ekki undir þessa hugmynd nefndarinnar og telur slíkt ekki vera í verkahring sveitarfélagsins.

3.  Boð á samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands, dags. 19. nóv. 2015.

Lagt fram.  Sveitarstjóri fer á samgönguþingið.

4.  Boð á málþing um aðgerðir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, dags. 4. des. 2015.

Lagt fram.  Oddviti fer á málþingið.

5.  Erindi frá Greiðri leið ehf., dags. 6. nóv. 2015, hlutafjáraukning 2015.

Sveitarstjórn samþykkir að auka hlutafé Grýtubakkahrepps um 26.270 kr. og fellur frá forkaupsrétti að öðru leyti.

6.  Erindi frá Snorrasjóði, dags. 30. okt. 2015, Snorraverkefnið 2016.

Erindinu hafnað.

7.  Erindi frá Landgræðslu ríkisins, dags. 29. okt. 2015, Bændur græða landið.

Er Landgræðslan að fara fram á 60.000 kr. styrk í verkefnið „bændur græða landið“.  Erindið samþykkt.

8.  Fjárhagsáætlun 2016 – 2019, seinni umræða, framhald.  Forstöðumenn koma á fundinn.

Farið yfir fjárhagsáætlun Grenilundar með forstöðumanni.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21.30

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.