Sveitarstjórnarfundur nr. 317

19.10.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 317

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins, mánudaginn 19. október 2015.  Mættir voru allir aðalfulltrúar nema Fjóla V. Stefánsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson sat fundinn í hennar stað. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 9. sept 2015.

Lögð fram

2.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 15. okt. 2015.

Lögð fram

3.  Erindi frá Velferðarráðuneyti, „Vandað, hagkvæmt, hratt“ verkefni um hagkvæmt húsnæði, dags. 16. okt. 2015.

Lagt fram.  Oddviti fer á kynningarfund um verkefnið.

4.  Boð á ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem verður haldinn 12. nóv. 2015.

Lagt fram.

5.  Samningur við Landslag ehf. um starf skipulagsfulltrúa, dags. 14. okt. 2015.

Farið yfir samning við Landslag ehf um að Ómar Ívarsson sinni störfum skipulagsstjóra í verktöku í skipulagsverkefnum fyrir Grýtubakkahrepp.  Samningurinn staðfestur.

6.  Viðauki við leigusamning um skrifstofuhúsnæðið að Túngötu 3 við Teru ehf. dags. 18. okt. 2015.

Viðaukinn samþykktur.  Leigan verður endurskoðuð 1. september 2016.

7.  Erindi frá Stígamótum, dags. 7. okt. 2015.

Erindinu hafnað.  Grýtubakkahreppur styrkir Aflið sem aðstoðar þolendur kynferðisofbeldis á Eyjafjarðarsvæðinu.

8.  Erindi frá Björgunarsveitinni Ægi, dags. 7. sept. 2015.

Erindinu vísað til Sæness ehf.

9.  Erindi frá skemmtinefnd árshátíðar Búnaðarfélagsins ofl., dags. 9. okt. 2015.

Erindið samþykkt.

10.  Erindi frá Hafsteini Sigfússyni og Eygló Kristjánsdóttur, umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðaeiningar, dags. 15. október 2015.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi til 12 mánaða, með því skilyrði að vinnubúðaeiningarnar verði snyrtilegar, vel málaðar og allur frágangur verði til fyrirmyndar þegar einingarnar eru settar niður.

11.  Húsnæðismál. Sala og bygging leiguíbúða á Grenivík.

Nokkrar íbúðir voru auglýstar til sölu og verða tilboð opnuð 29. okt. 
Bygging íbúða í Höfðagötu gengur vel og verða íbúðirnar afhentar fyrri hluta næsta árs.

12.  Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2016 – 2019, fyrri umræða.

Fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.00
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.