Sveitarstjórnarfundur nr. 316

05.10.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 316

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins, mánudaginn 5. október 2015.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, Fjóla V. Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Sigurbjörn Þór Jakobsson, Margrét Melstað og Ásta F. Flosadóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   Fundurinn hófst kl. 17:00.

Dagskrá:

1.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. sept 2015.

Lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 14. sept 2015.

Lögð fram.

3.  Boð aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri sem verður haldinn 14. okt. 2015.

Lagt fram.  Guðrún Kristjánsdóttir er í stjórn Minjasafnsins og fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

4.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, staðfesting sbr. bréf frá 23. sept. 2015.

Sveitarstjórn staðfestir áætlunina.

5.  Skipulagsmál, afmörkun lóðar á Akurbakka.

Sveitarstjórn staðfestir afmörkun lóðar undir fjárhús og hlöðu skv. uppdrætti.

6.  Erindi frá stjórn samtakanna Heimilis og skóla, dags. 25. sept. 2015, um kurl á gervigrasvöllum.

Lagt fram.  Samþykkt að senda fyrirspurn um málið til KSÍ og kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni.

7.  Erindi frá Afli, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 24. sept. 2015.

Samþykkt að styrkja Aflið um 50.000 kr.

8.  Erindi frá Sunnu, félagi frístundahúsaeigenda á Grenivík, dags. 27. sept. 2015.

Frístundahúsaeigendur eru með nokkur atriði til sveitarstjórnar:
a)  Vegurinn upp í Sunnuhlíð.  Samþykkt að láta rykbinda veginn oftar.

b)  Göngustígar.  Samþykkt að hefja göngustígagerð næsta sumar.
c)  Merking.  Samþykkt að láta setja upp skilti næsta vor.
d)  Óbyggðar lóðir.  Sveitarstjóra falið að vinna í málinu.
e)  Gripahús við Sunnuhvol.  Viðkomandi gripahús er ekki í eigu sveitarfélagsins og ber því að skoða málið með eigendum.

9.  Fjármál sveitarfélagsins, staða 2015 og fjárhagsáætlun 2016 – 2019.
Umræðu framhaldið og frestað til næsta fundar.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21.20
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð