Sveitarstjórnarfundur nr. 313

31.08.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 313

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3, mánudaginn 31. ágúst 2015.  Mættir voru allir aðalfulltrúar.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2015.

Lögð fram.

2.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 15. maí 2015, 20. maí 2015, 16. júní 2015 og 26. júní 2015.

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 7. júlí 2015.

Fundargerðin lögð fram.  Í 1.lið er Sæmundur Guðmundsson að sækja um leyfi til að  byggja íbúðarhús við Akurbakkaveg.  Í 2.lið er Kristinn Örn Jónsson að sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús í Sunnuhlíð.  Í 3.lið er Helguhóll ehf í Nesi að sækja um leyfi til að byggja geldneytahús.  Sveitarstjórn gerir athugasemd við 2.lið þar sem gögn hafa ekki borist sveitarstjórn.  Sveitarstjóra falið að skoða málið.

4.  Skólaskýrsla Grenivíkurskóla 2014 - 2015.

Lögð fram.

5.  Erindi frá Barnaheillum dags. 20. ágúst 2015, um gjaldfrjálsan grunnskóla.

Lagt fram.

6.  Erindi frá Samb. ísl. sveitarf., dags. 17. júlí 2015, um lýðræði í sveitarfélögum.

Lagt fram.

7.  Boð frá Samb. ísl. sveitarf. um skólaþing sveitarfélaga 2015, 2. nóvember 2015.

Lagt fram.

8.  Boð frá Skipulagsstofnun um skipulagsdaginn 2015, 17. september 2015.

Lagt fram.

9.  Boð frá Samb. ísl. sveitarf. um landsfund jafnréttisnefnda, 8.-9. október 2015.

Lagt fram.

10.  Samningur Grýtubakkahrepps við Íþróttafélagið Magna, dags. 14. ágúst 2015.

Samningurinn er til þriggja ára og var undirritaður 14. ágúst.  Áður var leitað samþykkis með tölvupósti.  Samningurinn staðfestur.

11.  Erindi frá skólastjóra v. hádegisgæslu í Grenivíkurskóla á komandi vetri, dags. 11. ágúst 2015.

Samþykkt að styrkja ferðasjóð nemenda um kr. 55.000 vegna hádegisgæslu nemenda.

12.  Erindi frá Hjörleifi Einarssyni dags. 10. ágúst 2015, v. siglingar Húna II í Þorgeirsfjörð 26. júlí.

Er Hjörleifur að sækja um 120.000 kr. styrk vegna halla á bátsferð Húna í Þorgeirsfjörð þann 26.júlí sl.  Erindinu hafnað.

13.  Erindi frá Karli Pálssyni dags. 27. ágúst 2015, v. barnabókar.

Karl er að vinna að barnabók um Laufás og óskar eftir styrk.  Erindinu hafnað.

14.  Erindi frá Þórunni Lúthersdóttur, dags. 1. júlí 2015, ósk um leyfi fyrir smáhýsi að Miðgörðum 14.

Erindið áður samþykkt í tölvupósti.

15.  Undirbúningur að ráðningu nýs leikskólastjóra á Krummafót.

Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið.

16.  Fundargerð samráðsfundar um málefni Gils, dags. 24. júní 2015, framhald umræðu um uppbyggingu hússins.

Fundargerðin lögð fram.  Samþykkt að óska eftir viðræðum við ferðafélagið Fjörðung um uppbyggingu í Gili.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.05

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.