Sveitarstjórnarfundur nr. 312

29.06.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 312

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3, mánudaginn 29. júní 2015.  Mættir voru aðalfulltrúarnir Fjóla V. Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Ásta F. Flosadóttir.  Haraldur Níelsson og Margrét Melstað boðuðu forföll.  Í þeirra stað voru mættir Þórarinn Pétursson og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Erindi frá Ara Laxdal, f.h. Helguhóls ehf, dags. 26. júní 2015, umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.  Bréf frá Hólmfríði Hermannsdóttur dags. 12. júní 2015, uppsögn stöðu leikskólastjóra.

Samþykkt að auglýsa stöðuna.  Gísli Gunnar vék af fundi undir þessum lið.

3.  Embætti skipulags og byggingarfulltrúa, staða mála.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi embættið.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.  Málefni Gamla Skóla.

Samþykkt að bjóða menntamálaráðherra í heimsókn í haust og sýna honum hugmyndir varðandi skólasafn í Gamla skóla.

5.  Málefni Gils, stefnumótun í ferðamálum, samstarf við nágranna ofl.

Samþykkt að bjóða Þingeyjarsveit til fundar um málefni Gjögraskaga.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.00 Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.