Sveitarstjórnarfundur nr. 310

18.05.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 310

Mánudaginn 18. maí 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru aðalfulltrúar nema Ásta F. Flosadóttir sem boðaði forföll, og sat Margrét Ösp Stefánsdóttir varamaður fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. maí 2015.

Fundargerðin lögð fram.

2.  Fundarboð á aðalfund Atv.þróunarfél. Eyjafjarðar sem verður haldinn 20. maí 2015.

Sveitarstjóra falið umboð sveitarstjórnar á fundinn.

3.  Fundarboð á aðalfund Greiðrar Leiðar ehf., sem verður haldinn 29. maí 2015.

Sveitarstjóra falið umboð sveitarstjórnar á fundinn.

4.  Málefni frístundabyggðar.

Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sem rædd voru á aðalfundi félags eigenda húsanna í Sunnuhlíð. Sveitarstjóra falið að vinna að áframhaldandi þróun svæðisins í samvinnu við félagið.

5.  Málefni vinnuskóla, sumarið 2015.

Málefni vinnuskóla rædd. Launataxtar síðasta árs hækkaðir um 5%.

6.  Stefnumótun í ferðamálum, vinna í framhaldi af íbúafundi.

Farið yfir stöðu ferðamála í hreppnum. Rætt um ástand skálans í Gili og hugsanlegar endurbætur.


Haraldur Níelsson skrifaði fundargerð, hún lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:07.