Sveitarstjórnarfundur nr. 309

04.05.2015 00:00
Sveitarstjórnarfundur nr. 309

Mánudaginn 4. maí 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 13. apríl 2015.

Lögð fram.

2.  Fundargerðir  stjórnar Eyþings dags. 25. mars 2015 og 7. apríl 2015.

Lagðar fram.

3.  Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar dags. 21. apríl 2015.

Lögð fram.  Í fyrsta lið er Grýtubakkahreppur, Túngötu 3, Grenivík, að sækja um leyfi fyrir að byggja parhús að Höfðagötu 2 á Grenivík. Í öðrum lið eru Alma Þorsteinsdóttir og Guðjón Ágúst Kristinsson, Túngötu 26, Grenivík, að sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Túngötu 26.  Í þriðja lið er Birgir Már Birgisson, Miðgörðum 8, Grenivík, að sækja um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af bílskúr (21. ágúst 2007) að Miðgörðum 8.  Í fjórða lið er Sigurður Þengilsson, Lækjartúni 4, Akureyri, að sækja um leyfi til að byggja geymsluhús á frístundalóð að Sunnutröð 10 við Grenivík.  Í fimmta lið er Ásta F. Flosadóttir, Höfða I, Grýtubakkahrepp, að sækja um leyfi til að skipta íbúðarhúsinu að Höfða I í tvær eignir með tveimur íbúðum. Erindin voru öll samþykkt af byggingarnefnd.

 4.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 15. apríl 2015.

Lögð fram.

5.  Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf., sem verður 12. maí 2015.

Lagt fram.

6.  Fundarboð á ársfund SÍMEY, sem verður haldinn 13. maí 2015.

Lagt fram.

7.  Fundarboð á aðalfund Tækifæris hf., sem verður haldinn 5. maí 2015.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

8.  Erindi frá Flokkun Eyjafjarðar, drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Sveitarstjórn felur Flokkun Eyjafjarðar að auglýsa svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 og lög nr. 105/2006.  Einnig er verkefnisstjórn Flokkunar falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.

9.  Erindi frá Teru ehf. dags. 28. apríl 2015, heimild til aukningar hlutafjár.

 Lagt fram til kynningar.


Fleira var ekki tekið fyrir.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.20.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.