Sveitarstjórnarfundur nr. 306

23.03.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 306

Mánudaginn 23 mars 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 27. feb. 2015.

     Lögð fram.

2.  Fundargerð 1. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs. dags. 10. mars 2015.

     Lögð fram.

3.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar dags. 11. feb. 2015.

     Lögð fram.  Varðandi 5.lið um fjarskipti, þá leggur sveitarstjórn áherslu á að fjarskipti í sveitarfélaginu verði bætt hið snarasta og átelur hægagang Vodafone í málinu.

4.  Fundargerð hluthafafundar GáF ehf. dags. 11. mars 2015, aukning hlutafjár.

     Fundargerðin lögð fram og staðfest að auka hlutafé Grýtubakkahrepps í GáF um 100.000 kr. v. skuldauppgjörs.  Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti að öðru leyti.

5.  Framsal GáF ehf. til Atvinnuþróunarfélaga Eyfirðinga og Þingeyinga.

     Sveitarstjórn framselur hlutafé sitt í GáF að upphæð 175.000 kr. til atvinnuþróunarfélagana í jöfnum hlutföllum og án endurgjalds.

6.  Fundarboð á aðalfund Norðurorku og ársfund, 27. mars 2015.

     Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á aðalfundinum.

7.  Erindi frá Sögufélagi Grýtubakkahrepps, um Gamla Skóla, dags. 11. mars 2015.

     Lagt fram.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

8.  Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 25. feb. 2015, fjármögnun Flugklasans Air 66N.

     Samþykkt að taka þátt í fjármögnun flugklassans árið 2015.  Hlutur Grýtubakkahrepps verður 109.200 kr.

9.  Höfðagata 2, bygging leiguíbúða.

     Sveitarstjórn staðfestir verksamning við Trégrip ehf. um byggingu tveggja parhúsíbúða í Höfðagötu 2.  Fjóla og Margrét viku af fundi undir þessum lið.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá 10. lið aðalfund veiðifélags Fjarðarár.  Afbrigði samþykkt.

10. Aðalfundur veiðifélags Fjarðarár 19. mars 2015.

     Sigurbjörn Þór Jakobsson fór með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.  Umboðið var áður veitt gegnum tölvupóst.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.30. Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.