Sveitarstjórnarfundur nr. 305

02.03.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 305


Mánudaginn 2. mars 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  
Mættir voru allir aðalfulltrúar. Varafulltrúarnir Margrét Ösp Stefánsdóttir og Heimir Ásgeirsson sátu fundinn við afgreiðslu fyrsta dagskrárliðar.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Bygging leiguíbúða að Höfðagötu 2, Verktaki mætir á fundinn.Haraldur stýrði fundi undir fyrsta lið. Fjóla og Margrét voru vanhæfar og mættu ekki til fundar fyrr en í 2.lið.  Benedikt Sveinsson kom f.h. Trégrips ehf. og fór yfir teikningar og nánari útfærslu á tilboði í byggingu íbúða í Höfðagötu 2.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að fullgera samning við Trégrip ehf.

2.  Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga dags. 16. febrúar 2015.Fjóla tók við fundarstjórn.  Fundargerðin lögð fram.

3.  Fundargerð fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 11. feb. 2015.Lögð fram.

4.  Fundargerð fundar stjórnar Eyþings dags. 4. feb. 2015.Lögð fram.

5.  Fundargerð fundar stjórnar Eyþings með þingmönnum Norðausturkjördæmis dags. 11. feb. 2015.Lögð fram.

6.  Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Nl. eystra., dags. 14. jan. 2015 og 4. feb. 2015.Lagðar fram.

7.  Fundargerð Fræðslu- og æskulýðsnefndar dags. 16. jan. 2015.Lögð fram.

8.  Samstarfsyfirlýsing Akureyrarbæjar og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dags. 24. feb. 2015.Lögð fram.

9.  Erindi frá Sigurði Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Valdísi Eyvindsdóttur, dags. 23. feb. 2015, varðar sameiningu landspildu við land Grýtubakka 1.Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.  Erindi frá Sigurði Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Valdísi Eyvindsdóttur, dags. 23. feb. 2015,  varðar álagningu förgunargjalda 2015.Erindinu hafnað.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

11.  100 ára afmæli Magna og samstarfssamningur Grýtubakkahrepps og Magna.  Forsvarsmenn Magna mæta á fundinn.Gísli Gunnar Oddgeirsson kom á fundinn og fór yfir hvernig samstarf Grýtubakkahrepps og Magna hefur verið gegnum tíðina.  Samþykkt að fara í að endurnýja samstarfssamning milli Grýtubakkahrepps og Magna.  Rætt um hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli Magna næsta sumar.

12.  Grenivíkurgleði 2015, Gísli Gunnar Oddgeirsson mætir á fundinn.Farið yfir möguleika á því að halda gleðinni gangandi.

13.  Páskar á Grenivík 2015, undirbúningur að samræmdri dagskrá.Sveitarstjóri sagði frá fundi með hagsmunaaðilum sl. föstudag.  Sveitarstjóri mun halda áfram að vinna í þessum málum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.55Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð