Sveitarstjórnarfundur nr. 296

03.11.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 296

Mánudaginn 3. nóvember 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  
Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp og ályktanir fulltrúafundar. Lagt fram.

2. Boð um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda, dags. 27. okt. 2014. Lagt fram.

3. Bréf frá Vegagerðinni v. verkefna í hafnargerð ofl., 2015 – 2018, dags. 9. október 2014. 
Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn vegna sjóvarna á Grenivík.

4. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Eyjafjarðar, ný drög að samþykktum. 
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.  Afgreiðslu frestað. 

5. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfulltrúa, framhald umræðu.
Ákveðið að kanna kjör fulltrúa í sambærilegum sveitarfélögum.  Afgreiðslu frestað.

6. Fjárhagsáætlun 2015 – 2018, seinni umræða. Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar og gjaldskrár. Seinni umræðu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  

Fundi slitið kl. 19.45

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is