Sveitarstjórnarfundur nr. 295

27.10.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 295

Mánudaginn 27. október 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  
Mætt voru; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Sigurbjörn Þór Jakobsson og
Heimir Ágeirsson í forföllum Ástu Flosadóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 18:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. Sveitarf. dags. 8. okt. 2014. Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis dags. 7. okt. 2014. Fundargerð lögð fram.
Í fyrsta lið er Benedikt Sveinsson að óska eftir leyfi fyrir frístundahúsi í Ártúni. Byggingarnefnd samþykkir erindið. 

3. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags. 1. okt. 2014. Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð framkv.stjórnar byggingarfulltrúaembættisins dags. 23. sept. 2014. Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 12. sept. og 7. okt. 2014. Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð aðalfundar GÁF, dags. 16. okt. 2014. Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð hluthafafundar Norðurorku dags. 20. okt. 2014. Fundargerðin lögð fram.

8. Erindi, málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum 14. nóv. 2014. Lagt fram.

9. Bréf frá Atv. og nýsköpunarráðuneytinu v. byggðakvóta dags. 21. okt. 2014. Samkvæmt bréfi frá Atv. og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 21.október 2014 segir: „Á grundvelli talnaupplýsinga frá Fiskistofu er niðurstaðan sú fyrir Grenivík að ekki er um samdrátt að ræða í þessum þrem þáttum sem lagðir eru til grundvallar punktaútreiknings og er það niðurstaða ráðuneytisins að enginn byggðakvóti komi í hlut Grenivíkur á fiskveiðiárinu 2014/2015.“

10. Bréf AFE til þingmanna v. flugmála, dags. 21. okt. 2014. Lagt fram.

11. Erindi, ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands, dags 6. okt. 2014. Lagt fram.

12. Erindi, áskorun frá kennurum við Tónlistarskóla Eyjafj. dags. 20. okt. 2014. Lagt fram.

13. Erindi, um afsláttarkort (DAI) frá Jóhanni Á. Sigurðarsyni, dags. 1. okt. 2014. Erindinu hafnað.

14. Erindi, v. útgáfu frá Hermanni G. Jónssyni dags. 14. okt. 2014.
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um styrk til EBI vegna ætlunar HGJ að gefa út bók um fjallgönguleiðir í Grýtubakkahreppi. SÞJ vék af fundi.

15. Erindi, v. Búnaðarfélagshátíðar frá skemmtinefnd, dags. 19. okt. 2014. Samþykkt að leggja til sal undir samkomuna.

16. Erindi, „Grenivík í nýju ljósi“ frá Birgi Grímssyni, V6-Sprotahúsi, dags. 8. okt. 2014. Sveitarstjóra falið að svara þessu erindi og sjáum við okkur ekki fært að fara í þetta verkefni að svo stöddu.

17. Erindi frá Flokkun, skipun fulltrúa í starfshóp, dags. 20. okt. 2014 .Sveitarstjóri skipaður fulltrúi fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

18. Skipun fulltrúa í stjórn Minjasafnsins á Akureyri. Guðrún Kristjánsdóttir skipuð fulltrúi í stjórn safnsins.

19. Staða fjárhagsáætlunar 2014. 
Fyrirséð er að rekstrarárið komi ekki út eins og áætlað var, tekjur verði lægri vegna minni útsvarstekna og mun lægra framlags úr Jöfnunarsjóði en áætlað var.

20. Fjárhagsáætlun 2015-2018, 
1. Forsendur
2. Álagningarhlutföll
3. Gjaldskrár     
Fyrri umræða.     
Fyrri umræðu lokið.           

Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.00.      

Margrét Melstað ritaði fundargerð.                                                                                                                                                     

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is