Sveitarstjórnarfundur nr. 294

06.10.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 294

Mánudaginn 6. október 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.
Mætt voru; Fjóla V. Stefánsdóttir, Ásta F. Flosadóttir, Haraldur Níelsson, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Þórarinn Pétursson í forföllum Margrétar Melstað.  
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 18:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. sept. 2014. Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. Sveitarf. frá 24. sept. 2014. Fundargerðin lögð fram.

3. Fundarboð, hluthafafundur Norðurorku, 20. október 2014. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkhrepps á fundinum.

4. Fundarboð, aðalfundur GÁF ehf., 16. október 2014. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkhrepps á fundinum.

5. Fundarboð, aðalfundur Sæness ehf., 14. október 2014. Samþykkt að oddviti fari með umboð Grýtubakkhrepps á fundinum.

6. Fundarboð, ársfundur Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga, 8. október 2014. Lagt fram.  Sveitarstjóri fer á fundinn.

7. Fundarboð, aðalfundur Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga, 8. október 2014. Lagt fram.  Sveitarstjóri og oddviti fara á fundinn.

8. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga, 9. – 10. október 2014. Lagt fram.

9. Bréf frá nefndasviði Alþingis, dags. 25. sept. 2014, umsögn um þingsályktunartillögu. Lagt fram.

10. Samningur um leigu á Hvammslandi til rjúpnaveiða til tveggja ára. Eitt tilboð barst frá Ásgeiri í Höfða ehf.  Samningur við Ásgeir í Höfða ehf. samþykktur.

11. Erindisbréf nefnda Grýtubakkahrepps. Farið yfir erindisbréfin og þau staðfest.

12. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins. Frestað til næsta fundar.

13. Skipulagsfulltrúaembætti, drög að samþykktum. Sveitarstjórn telur eðlilegt að kostnaðarskiptingin sé miðuð við höfðatölu.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

14. Erindi frá Fél. eldri borgara, ELLA, dags. 1. okt. 2014. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

Fleira var ekki tekið fyrir.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.  

Fundi slitið kl. 20.10.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.                               

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is