sveitarstjórnarfundur nr. 293

22.09.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 293

Mánudaginn 22. september 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  
Mætt voru;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Sigurbjörn Þ. Jakobsson, Margrét Melstað og Ásta F. Flosadóttir.  
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga frá 12. sept. 2014. Lögð fram.

2. Bréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga dags. 11. sept. 2014, kynning og aðalfundarboð. Lagt fram.

3. Bréf frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneyti dags. 2. sept. 2014, umsóknir um byggðakvóta 2014/2015.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.

4. Bréf frá Hjalta Jóhannessyni, Háskólanum á Akureyri dags. 17. sept. 2014, kynningarfundir um byggðarannsóknir.
Lagt fram.

5. Bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp dags. 19. sept. 2014, ráðstefna. Lagt fram.

6. Bréf frá Norðurslóðaneti Íslands dags. 17. sept. 2014, ráðstefna. Lagt fram.

7. Bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis dags. 16. sept. 2014, boð á fund. Sveitarstjóri og oddviti fara á fundinn.

8. Bréf frá Flokkun Eyjafjörður ehf. dags. 1. sept. 2014, verkefni og stefna. Lagt fram.

9. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins.Farið yfir kjör fulltrúa í nokkrum sveitarfélögum. Sveitarstjóra falið að kanna málið frekar og leggja fram tillögur á næsta fundi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykk.  
Fundi slitið kl. 19:00.  
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.                               

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is