Sveitarstjórnarfundur nr. 291

11.08.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 291.

Mánudaginn 11. ágúst 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  
Mætt voru;  Fjóla Stefánsdóttir, Ásta F. Flosadóttir, Margrét Melstað, Sigurbjörn Þ. Jakobsson og Þórarinn Pétursson (í forföllum Haraldar Níelssonar).  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.Fundurinn hófst kl.17;00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps frá 8. júlí 2014.
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. júlí 2014.
Lögð fram.

3. Fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. frá 10. júní 2014, (framhaldsaðalfundur boðaður 14. ágúst).Fundargerðin lögð fram.  
Samþykkt að sveitarstjóri fari á fundinn 14. ágúst.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júlí 2014 um málþing sveitarfélaga um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna 14. nóv. 2014.
Lagt fram.

5. Bréf frá Hólmfríði Hermannsdóttur dags. 21. júlí 2014, með ósk um launalaust leyfi í eitt ár.
Samþykkt að veita Hólmfríði umbeðið leyfi.

6. Bréf frá Margréti S. Jóhannsdóttur dags. 20. júlí 2014,hún er að segja sig úr stjórn Útgerðarminjasafnsins á Grenivík.  
Skipun nýs stjórnarmanns.Samþykkt að  skipa Elínu Kristbjörgu Sigurðardóttur í stjórnina.

7. Bréf frá Margréti S. Jóhannsdóttur dags. 20. júlí 2014, þar sem hún segir af sér sem varamaður í stjórn Minjasafnsins á Akureyri og sem varafulltrúi á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri.  
Skipun nýrra varamanna. Samþykkt að skipa Guðrúnu Kristjánsdóttur varamann í stjórn Minjasafnsins og sem varafulltrúa á aðalfund Minjasafnsins.

8. Erindi frá Gauta Val Haukssyni dags. 30. júlí 2014, umsókn um leyfi fyrir smáhýsi.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi frá Karli Ásmundi Hólm Þorlákssyni dags. 7. ágúst 2014, umsókn um leyfi fyrir smáhýsi.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.  Erindi frá Hauki V. Gunnarssyni dags. 30. júlí 2014, um matjurtagarða til útleigu.
Sveitarstjórn lítur jákvæðum augum á erindið og sveitarstjóra falið að skoða málið betur.

11.  Erindi frá Ferðamálastofu, ósk um skipun fulltrúa v. kortlagningar auðlinda ferðaþjónustunnar.
Samþykkt að sveitarstjóri verði tengiliður Grýtubakkahrepps.

12.  Tillaga að lóð fyrir skýli í Keflavík.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

13.  Útleiga á rjúpnalandi í Hvammi.
Málin rædd, afgreiðslu frestað.

14.  Ástand neysluvatns á Grenivík.
Sveitarstjóra falið að kanna kostnað við úrbætur á neysluvatninu.

15.  Staðfesting prókúru nýs sveitarstjóra.
Sveitarstjórn staðfestir að Þröstur Friðfinnsson kt.  260861-2479, fari með prófkúru Grýtubakkahrepps.

Fleira var ekki tekið fyrir.