Sveitarstjórnarfundur nr. 290

10.07.2014 12:45


Sveitarstjórnarfundur nr. 290.

Mánudaginn 10. júlí 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mætt voru Ásta F. Flosadóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Melstað og Sigurbjörn Þ. Jakobsson. Haraldur Níelsson var í síma. Einnig sátu fundinn sveitarstjóri og verðandi sveitarstjóri.  Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Jökull Bergmann kom á fundinn.
Rætt vítt og breytt um starfsemi Jökuls í Fjörðum og hugmyndir um uppbyggingu ferðamennsku í Grýtubakkahreppi.

2. Miðgarðahópurinn kom á fundinn.
Margét Ösp Stefánsdóttir, Viðar Júlíusson og Róbert Stefánsson mættu á fundinn og fóru yfir sögu Grenivíkurgleðinnar.  Einnig var rætt um undirbúning Grenivíkurgleðinnar sem verður 15.-16. ágúst næstkomandi.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu í samstarfi við Miðgarðahópinn.

3. Skipting áætlaðs launakostnaðar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir haustönn 2014.
Áætlaður launakostnaður sem kemur í hlut hreppsins er 871.588 kr. á mánuði ág.-des.  Skiptingin samþykkt.

4. Ráðning sveitarstjóra Grýtubakkahrepps.
Lagður fyrir ráðningarsamningur við Þröst Friðfinnsson.  Samningurinn samþykktur.  Þröstur mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt,
Fundi slitið kl. 19.00