Sveitarstjórnarfundur nr. 286

13.06.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 286

Föstudaginn 13. júní 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Samningar. Lagður fram samningr við Önnu Báru Bergvinsdóttur um akstur skólabarna við Grenivíkurskóla. Samningurinn er til tveggja ára. Sveitarstjóri hefur undirritað samninginn með fyrirvara um samþykki sveitarstjórar. Samningurinn staðfestur af sveitarstjórn. Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Ingvar Þór Ingvarsson. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.

2. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 12. júní 2014. Fundargerðin samþykkt. Þó er samþykkt að heimila sleppingu hrossa á afrétt frá og með 1. júlí. Sveitarstjórn áréttar við hrossaeigendur að þeir beri ábyrgð á að hross haldist á afrétti.

3. Vinnuskóli. Rætt um fyrirkomulag vinnuskóla. Laun fyrir sumarið ákveðin sem hér segir:

Börn fædd 2000    477 kr./klst.
Börn fædd 1999550 kr./klst.
Börn fædd 1998838  kr./klst.

Greitt er 20% álag vegna slátturs með bensínorfi.

4. Málefni Magna. Rætt um fyrirkomulag í tengslum við heimaleiki félagsins.

5. Framkvæmdir. Rætt um framkvæmdir í kringum sumarhúsabyggðina í Sunnuhlíð.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.