Sveitarstjórnarfundur nr. 284

26.05.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 284

Mánudaginn 26. maí 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. mars, 9. apríl og 7. maí 2014. Lagðar fram.

2. Fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. maí 2014. Lögð fram.

3. Fundargerð aðalfundar Hafnasamlaga Norðurlands frá 14. maí 2014. Lögð fram.

4. Drög að reglugerð fyrir Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Reglugerðin var samþykkt í skólanefnd TE 7. maí 2014. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar með hjálögðum breytingum á 6. og 7. tl.

5. Staða skipulagsfulltrúa. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjórum Hörgársveitar, Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar um sameiginlega stöðu skipulagsfulltrúa í sveitarfélögunum. Lagt fram.

6. Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps. Lögð fram drög að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022. Í breytingunni felst að athafnasvæði 12A norðan Akurbakka verði gert að lóðum fyrir íbúðarhús. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lýsinguna.

7. Tölvupóstur frá Íþróttafélaginu Magna frá 5. maí 2014. Er Magni að fara fram á fjárhagslega aðstoð vegna þess hvað fótboltavöllurinn kemur illa undan vetri. Sveitarstjórn hefur skilning á vanda Magna varðandi ástand íþróttavalla en hefur ekki rými á fjárhagsáætlun til að veita viðbótarstuðning. Sveitarstjórn beinir því til stjórnar Sæness að hún kanni möguleika á aðkomu félagsins að úrlausn málsins.

8. Skipulagsmál. Samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi í Sunnuhlíð.

9. Rekstrarstaða Grýtubakkahrepps. Miðað við núverandi stöðu eru horfur á því að sveitarsjóður verði rekinn með halla á árinu 2014. Ástæða þessa liggur í því að framlög úr Jöfnunarsjóði skerðast auk þess sem útsvarstekjur virðast vera að dragast saman. Rætt var um mögulegar hagræðingaraðgerðir sem hægt er að grípa til nú þegar. Sveitarstjórn telur ljóst að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár þurfi að leitast við að ná til baka hluta útgjaldaaukningar undanfarinna ára svo rekstur sveitarsjóðs haldist í jafnvægi. Ásta fór af fundi meðan umræða um lið 9 stóð yfir.

10. Erindi frá Gunnlaugi Lútherssyni, dags. 23. maí 2014. Er hann að fara fram á stöðuleyfi fyrir 40 feta gám og tengivagn með kassa nálægt gámaplaninu um óákveðinn tíma ásamt aðgangi að rafmagni. Erindinu hafnað.

11. Bréf frá Ernst H. Ingólfssyni, ódagsett. Er hann að fara fram á stækkun á Dalslandi. Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu þar sem hún hefur ekki í hyggju að selja land.

12. Ofanflóðahættumat á Grund í Grýtubakkahreppi, dags. 13. maí 2014. Lagt fram ofanflóðahættumat fyrir Grund í Grýtubakkahreppi. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags 21. mars 2014 þar sem Vegagerðin samþykkir nýja vegtengingu að Grund og núverandi vegtengingu verði lokað. Sveitarstjórn samþykkir endanlega umsókn um byggingu íbúðarhúss í landi Grundar. Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.Fundi slitið kl. 19:15.