Sveitarstjórnarfundur nr. 282

28.04.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 282

Mánudaginn 28. apríl 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.
Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 22. apríl 2014. Í fundargerðinni er mælt með að Þorgeir Rúnar Finnsson kennari við Grenivíkurskóla leysi skólastjóra af í fæðingarorlofi.  Ákveðið að ráða Þorgeir Rúnar Finnsson til starfans.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að skólastjórinn búi í sveitarfélaginu.  Sigurbjörn vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. apríl 2014. Í lið 1 er Tera ehf. að sækja um leyfi fyrir breytingu og viðbyggingu á Túngötu 3 (Jónsabúð) á Grenivík.  Lagt fram.

3. Bréf frá Önnu Báru Bergvinsdóttir, dags. 16. apríl 2014.  Er hún að óska eftir samningi um áframhaldandi akstur skólabarna í Grenivíkurskóla en umsömdu tímabili líkur í vor.  Sveitarstjóra falið að kanna með tveggja ára samning um skólaakstur. 

4. Bréf frá Mílu, dags. 15. apríl 2014. Er Míla  að sækja um lóð undir fjarskiptastöð fyrir tækjabúnað fyrirtækisins.  Sveitarstjóra falið að vinna í málinu.

5. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur, 28. apríl 2014.
Samþykkt að Sigurbjörn Þ. Jakobsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands, 14. maí 2014. Samþykkt að Sigurbjörn Þ. Jakobsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

7. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla, dags. 10. apríl 2014.  Er hún að fara fram á styrk fyrir hönd ferðasjóðsins vegna gæsluverks nemenda á unglingastigi í skólanum.  Samþykkt að greiða unglingunum 50.000 kr. styrk.

8. Tölvupóstur frá Ara B. Hilmarssyni, dags. 9. apríl 2014. Er hann að sækja um leyfi fyrir hönd Þverá Golf ehf. til að taka allt að 500 rúmmetra af leirmöl úr Ystuvíkurhólum.  Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeigenda.

9. Ályktun frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 14. apríl 2014.  Lagt fram.

10. Bréf frá Höllu Hauksdóttir, dags. 7. apríl 2014. Er Listaverkasafn Valtýs Péturssonar að ánefna Grýtubakkahreppi  nokkur listaverk eftir Valtý Pétursson en hann átti heima í Grenivík um tíma.  Sveitarstjórn þakkar innilega fyrir gjöfina og sveitarstjóra falið að senda þakkarbréf til listaverkasafnsins.

11. Tölvupóstur frá Ferðafélginu Fjörðungi, dags. 24. mars 2014. Er verið að grennslast um hvort hægt sé að ganga frá lóðarleigusamningi vegna skýlis í Keflavík.  Samþykkt að skoða gerð slíks leigusamnings.

12. Bréf frá Sæmundi Guðmundssyni, dags. 25. apríl 2014. Er hann að sækja um lóð á eða við Grenvík.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

13.  Túngata 3.  Fært til bókar munnlegt samþykki sveitarstjórnarmanna vegna viðbyggingar við Túngötu 3 síðan 20. janúar 2014.  

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt og fundi slitið kl.  19.40.