Sveitarstjórnarfundur nr. 279

17.02.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 279

Mánudaginn 17. febrúar 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 29. janúar 2014. Lögð fram.

2. AðalfundurVeiðifélags Fjarðarár, 18. febrúar 2014. Samþykkt að Fjóla fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

3. Aðalfundur Norðurorku, 21. mars 2014. Einnig er verið að boða til kynningarfundar mánudaginn 10. mars nk. kl 15:00. Samþykkt að
sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

4. Leikjanámskeið. Tekin fyrir tölvupóstur frá Hafdísi Helgadóttur varðandi leikjanámskeið. Sveitarstjórn telur hugmyndina áhugaverða. Lagt fram.

5. Hlutafjáraukning í Teru ehf. Samþykkt að auka hlutafé í Teru ehf. um 16 m.kr. Fjármögnun er tekin af handbæru fé.

6. Stjórnsýsluúttekt Grýtubakkahrepps vegna 2013. Lögð fram skýrsla frá KPMG.

7. Tölur úr bókhaldi Grýtubakkahrepps 2013. Farið yfir tölur úr bókhaldi.

8. Erindi frá eigendum Finnastaða. Er verið að fara fram á afmörkun á spildu út úr Finnastaðalandi þar sem gamla býlið Holt var. Meðfylgjandi er samþykki eiganda Finnastaða. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Bréf frá Hólmfríði Björnsdóttur og Þórarni Péturssyni, dags. 14. febrúar 2014. Eru þau að sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús á jörðinni Grund í Grýtubakkahreppi samkv. meðfylgjandi afstöðu- og yfirlitsmynd frá Búgarði, dags. 13.02.2014. Sveitarstjórn samþykkir byggingarreitinn fyrir sitt leyti.  Samþykkt að óska eftir áliti Veðurstofu Íslands varðandi hugsanlega snjóflóðahættu og Vegagerðarinnar varðandi nýja heimreið. Jón Helgi og Fjóla viku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

10. Snjóplógur. Samþykkt að kaupa nýjan sterkari snjóplóg en söluaðili er reiðubúinn að taka eldri plóginn upp í. Fjármögun er tekin af handbæru fé.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30. 

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 463 3159                       Fax 463 3269 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is