Sveitarstjórnarfundur nr. 278

03.02.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 278


Mánudaginn 3. febrúar 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Framkvæmdarstjóri og starfsmaður AFE, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og Baldvin Valdemarsson, komu á fundinn. Rætt var um verkefni sem AFE hefur verið að vinna að og aðstæður og stöðuna í sveitarfélaginu. 
  1. Fundargerð atvinnu-og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá 25. janúar 2014. Fundargerðin samþykkt. 
  1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. desember 2014 og fulltrúaráðs Eyþings frá sama tíma. Lagðar fram.

  1. Ráðning húsvarðar í íþróttamiðstöð/sundlaug, skóla og tjaldstæði. Samþykkt að ganga til samninga við Ingvar Þór Ingvarsson.  Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:15.