Sveitarstjórnarfundur nr. 275

16.12.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundir nr. 275


Mánudaginn 16. desember 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra fyrir utan Fjólu Stefánsdóttur sem boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann. Fundurinn hófst kl. 17:00Gjörðir fundarins voru þessar:


  1. Jökull Bergmann kom á fundinn. Rætt var um uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. 
  1. Breyting á byggingarreit vegna fjárhúsbyggingar á Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi. Erindið áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 3. júní 2013. Byggingarreitur hefur verið færður til um 5 m og er nú 50 m frá þjóðvegi en áður var hann 45 m frá veginum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni um fjarlægð frá þjóðvegi og hefur því byggingarreiturinn verið færður en lágmarksfjarlægð á að vera 50 m frá þjóðvegi.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti. 
  1. Hlutafjáraukning í Teru ehf. Ákveðið að auka hlutafé í Teru ehf. um kr. 142.244-.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:00.