Sveitarstjórnarfundur

21.01.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 256

Mánudaginn 21. janúar 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:


1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. desember 2012. Lagt fram.

2. Afskrifaðar kröfur. Samþykkt að afskrifa kröfur að upphæð kr. 310.229-.

3. Drög að samþykktum fyrir Grýtubakkahrepp. Síðari umræðu lokið, nýjar samþykktir fyrir Grýtubakkahrepp samþykktar.

4. Drög að samþykktum um fráveitu í Grýtubakkahreppi.  Síðari umræðu lokið, breyttar samþykktir um fráveitu í Grýtubakkahreppi samþykktar.

5. Leiga á landi fyrir þyrluskíðamennsku. Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita samninga við Bergmenn ehf. en áður hafði verið kannaður áhugi ferðaþjónustuaðila á svæðinu varðandi þyrluskíðamennsku.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:20.