Sveitarstjórnarfundur

02.07.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 246


Mánudaginn 2. júlí kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra, Fjóla mætti til fundar þegar töluliður nr. 6 var ræddur. Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

 Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Jökull Bergmann kemur á fundinn.  Rætt um tækifæri í ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 19. júní 2012. Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 16. maí 2012. Lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 23. maí og 6. júní 2012. Lagðar fram.

5. Grenndarkynnig vegna Lækjarvalla 11.  Eru eigendur Lækjarvalla 11 að fara fram á að reisa girðingu á lóðarmörkum milli Lækjarvalla 11 og Túngötu 19. Samþykkt að setja fyrirhugaða girðingu í grenndarkynningu.

6. Íbúðarmál. Rætt um íbúðamál í sveitarfélaginu.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:05.