Sveitarstjórn

02.09.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 267


Mánudaginn 2. september 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson. Í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 20. ágúst 2013. Í lið 1 er Nollur ehf. að sækja um leyfi fyrir breytingu á fjósi í orlofshús tengt ferðaþjónustu á jörðinni Nolli í Grýtubakkahreppi. Lögð fram.

2. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá 29. ágúst 2013.  Bókað í trúnaðarbók.

3. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 17. maí, 17. júlí og 26. ágúst 2013. Lagðar fram.

4. Fundargerð framkvæmdarstjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar frá 10. júlí 2013 og drög að gjaldskrá byggingarleyfisgjalda.
Fundargerðin lögð fram og drög að gjaldskrá samþykkt.  Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umræðum um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.

5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 5. júní 2013.   Lagt fram.

6. Bréf frá Eyþingi dags. 25. júlí 2013.  Bréfið fjallar um beiðni um heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna á svæði Eyþings.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir áhyggjum af þeim rekstrarvanda sem almenningssamgöngur á svæði Eyþings standa frammi fyrir. Ljóst er að lagt var upp með áætlun sem var langt frá öllum veruleika og allar forsendur í áætlunargerð virðast hafa verið rangar.
Þótt  löggjafinn hafi falið  landshlutasamtökum að annast almenningssamgöngur er  hæpið að sveitarfélögin beri lagalega ábyrgð og greiði  halla á verkefninu.
Því hafnar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps, fyrir sitt leyti,  að ábyrgjast 10 milljón kr. lán vegna hallareksturs almenningssamganga á svæði Eyþings.
Bókunin áður samþykkt af sveitarstjórn í gegnum tölvupóst.


7. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 26. júní 2013. Bréfið fjallar um þjónustu við hælisleitendur.  Lagt fram.

8. Forkaupsréttur að lóð nr. 16 í frístundabyggðinni Sunnuhlíð.  Sveitarstjórn samþykkir a nýta ekki forkaupsréttinn.

9. Drög að gjaldskrá fyrir vatnsveitu Grýtubakkahrepps.
Gjaldskráin samþykkt.

10. Tillaga að hönnun á lóð við Útgerðarminjasafnið á Grenivík.  Lagt fram til kynningar og rætt.

11. Tillaga að lagfæringu á svæði norðan fótboltavallar Magna.  Samþykkt að fá umsögn frá íþróttafélaginu Magna um tillöguna.

12. Leiga á hestahólfum.

Lagðir fram eftirfarandi samningar um leigu á hestahólfum:
Milli Friðbjörns Axels Péturssonar og Þórðar Ólafssonar  annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.
Milli Friðbjörns Axels Péturssonar og Jóns Ásgeirs Péturssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.
Milli Þórðar Ólafssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.

Samningarnir samþykkir.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:35

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.