Sveitarstjórn

08.04.2013 00:00


Sveitarstjórnarfundur nr. 260


Mánudaginn 8. apríl 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Ásta Flosadóttir, hún kom þegar umræða um 2. tl. stóð yfir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 13. mars 2013. Lögð fram.

2. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2012. Lagður fram ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2012 auk endurskoðunarskýrslu frá KPMG. Fyrri umræðu lokið.

3. Sóknaráætlun landshluta. Rætt um sóknaráætlun landshluta.

4. Tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra, dags 2. apríl 2013. Er verið að fara fram á að slökkviliðsmenn fái gjaldfrjálst í sund og rækt í íþróttamiðstöð  þar sem þeir eru að þjálfa sig fyrir þrekpróf sem slökkviliðsmenn þurfa að taka. Samþykkt að virkir slökkviliðsmenn fái að stunda sund og líkamsrækt án endurgjalds.

5. Bréf frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík, dags. 26. mars 2013. Er verið að sækja um rekstrarstyrk fyrir árið 2013. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000-.

6. Safna- og sundkort. Samþykkt að taka þátt varðandi sundlaugina á Grenivík.

7. Kjörskrá. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá.

8. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands. Lögð fram ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

9. Stefnumótun – Hugarflug. Ýmis málefni tengd framtíð sveitarfélagsins rædd.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.