Sveitarstjórn

25.03.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 259.


Mánudaginn 25. mars kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Atvinnu- og þróunarnefndar frá 20. febrúar 2013. Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 7. nóvember, 4. desember 2012 og 6. febrúar 2013. Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerðir stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga frá 16. janúar og 21. febrúar 2013. Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 7. mars 2013. Fundargerðin lögð fram.

5. Greining á sjávarútvegi Grýtubakkahrepps. Lagðir fram tölvupóstar vegna tilboðs frá Hrafni Sævaldssyni um greiningu á sjávarútvegi í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að beina erindinu til Sæness.

6. Samþykktir Grýtubakkahrepps. Farið yfir nýjar samþykktir Grýtubakkahrepps en við yfirferð í innanríkisráðuneytinu voru gerðar óverulegar athugasemdir. Afgreiðslu frestað.

7. Íbúaþing.  Ákveðið að halda íbúaþing þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00.

8. Bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 8.mars 2013. Bréfið fjallar um að bæta stöðum (bæjum) í Grýtubakkahreppi inn á staðalista fjarskiptasjóðs. Lagt fram.

9. Bréf frá íþróttafélaginu Huginn, dags. mars 2013. Er verið að fara fram á að Grýtubakkahreppur styrki útgáfu afmælisrits vegna 100 ára afmælis Hugins á Seyðisfirði. Lagt fram.

10. Bréf frá Umferðarstofu, dags. 15. febrúar 2013. Er Umferðarstofa að hvetja sveitarfélögin til að minna íbúa sína á skyldu hvað varðar gróðurumhirðu, t.d. með áskorun og hvatningu á heimasíðu sveitarfélagsins. Lagt fram.

11. Aðalfundur Norðurorku 22. mars 2013. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á aðalfundi Norðurorku en áður var búið að fá samþykki í gegnum tölvupóst.

12. Stefnumótun - hugarflug. Lagðir fram minnispunktar frá sveitarstjóra.

13. Fráveitumál. Lagðir fram minnispunktar frá sveitarstjóra varðandi fráveitu norðan frystihúss.

14. Kostnaður vegna umsóknar um dagmömmu. Samþykkt að fá skólaskrifstofu Akureyrarbæjar til að veita þjónustu vegna leyfisveitingar fyrir barnagæslu í heimahúsum. Kostnaður nemur allt að 80 þ.kr. og verður tekinn af óráðstöfuðu fé samkvæmt fjárhagsáætlun.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:25.